Píanódeild

Námslýsing:

  1. Píanónám er fyrir alla aldurshópa, frá 1.bekk grunnskóla og upp úr.
    Píanó eru af mörgum mismunandi gerðum og þarf því að huga vel að áslætti strax í upphafi náms.
  2. Námið er stundað í einkatímum 2 x 30 mín.( full kennsla) til að byrja með, en lengra komnir nemendur geta eins tekið 60 mínútur á viku.
  3. Nemendur þurfa að hafa hljóðfæri heima þar sem stór hluti námsins felst í heimavinnu (æfingum). Oft sækja nemendur, um píanónám þótt þeir hafi aðeins hljómborð heima. Hægt er að komast af með hljómborð í byrjun píanónáms en vegna þess hversu ásláttur er ólíkur á hljómborði og píanói, þurfa nemendur að hafa aðgang að píanói a.m.k. að loknu 1.stigi.
  4. Almennt er miðað við að nemendur hefji nám í píanóleik 7-8 ára, en það er þó ekki einhlítt og geta nemendur hafið nám á ýmsum aldri.
  5. Nemendur skulu stunda hliðargreinar með s.s. tónfræði,tónheyrn,hljómfræði, tónlistarsögu.

Kennslufyrirkomulag:

Námið skiptist í þrjá áfanga með eftirfarandi hætti: 
 
Grunnnám  (sambærilegt að 3. stigi áður)
Aðaláhersla er lögð á nótnalestur og tækni ásamt því að spila innlenda og erlenda tónlist.

  • 1 klukkustund á viku með kennara (má skipta í 2 x 1/2 tíma)

Miðnám (sambærilegt að 5. stigi áður)
Verkefni breytast í samræmi við námskrá.

  • 1 klukkustund á viku í kennara
  • 1 klukkustund á viku í samsvarandi tónfræðigreinum

Framhaldsnám (sambærilegt að 7. stigi áður)
Verkefni breytast í samræmi við námskrá.

  • 1 klukkustund á viku með kennara.
  • 1 klukkustund á viku í samsvarandi tónfræðigreinum.
  • 1 klukkustund á viku í tónlistarsögu.

Áfangapróf

Að loknum hverjum áfanga er tekið áfangapróf þar sem samræmd prófanefnd dæmir prófið.  Nánari upplýsingar um prófin og prófanefndina er að finna á vefsíðunni prófanefnd.is

Samspil

  • Æskilegt er að lengra komnir píanónemendur taki þátt í samleik með öðrum hljóðfærum.
  • Ætlast er til að nemendur mæti vel í alla tíma, stundi námið af áhuga og æfi sig reglulega heima.
  • Tónlistarskólinn er með fjölmarga tónleika á hverju starfsári og skulu nemendur taka þátt í þeim.

 

Svæði

Tónlistarskóli Skagafjarðar  |  Sími: 455 1189  |  netfang: tons@skagafjordur.is