Skólareglur
- Nemendum er skylt að mæta í tíma og verða að boða forföll með góðum fyrirvara.
- Nemendur eiga að ganga hljóðlega og snyrtilega um þar sem kennsla fer fram og fara vel með hljóðfæri skólans.
- Nemendum ber að taka þátt í samspili eftir tilmælum aðalkennara.
- Nemendum er óheimilt að halda opinbera tónleika án vitundar kennara.
- Tónleikagestir eru beðnir að sýna nemendum þá virðingu að ganga ekki út fyrr en að tónleikum loknum.
- Reykingar eða notkun annarra vímuefna eru bannaðar, bæði í skólanum og á lóð hans