Suzuki-tónlistarnám er nokkuð frábrugðið hefðbundnu tónlistarnámi. Þar geta börn byrjað mjög ung eða um 3 - 5 ára. Aðalhugmyndafræði námsins er að öll börn geta lært ef umhverfið er hvetjandi. Upphafsmaður aðferðarinnar var japanski fiðlukennarinn Shinichi Suzuki sem fæddist árið 1898 og lést árið 1998.
|
Námslýsing:Helstu einkenni aðferðarinnar eru:
|
Kennslufyrirkomulag:Fyrirkomulag námsins er á þá vegu að foreldrar og nemendur koma saman í einkatíma til kennarans einu sinni í viku og síðan í hóptíma með öðrum nemendurm og foreldrum hálfsmánaðarlega. Í einkatímum lærir nemandinn hin tæknilegu atriði hljópfæraleiksins og fyrsu skrefin eru alltaf smá og þurfa foreldrar oft að sýna þolinmæði. Í Suzukitónlistarnámi eru hóptímar mikilvægir. Þar er hinn félagslegi þáttur virkjaður og hóptímar eru einnig vettvangur fyrir hina ýmsu leiki en Suzukiaðferðin notar gjarnan leiki til að koma tækniatriðum á framfæri. Því verður hugtakið "nám í gegnum leik" mjög mikilvægt í þessari kennslu. Þátttaka foreldra barna í Suzukinámi er mjög mikilvæg. Þeir koma með barninu í alla tíma og sjá um daglegar heimaæfingar. Oft læra foreldrarnir fyrst sjálfir á hljóðfærin og barnið fylgist með. Í fyrstu er það mjög algengt að einkatíminn skiptist jafnt á milli barns og foreldris því foreldrarnir þufa jú að læra og úthald barnanna er ekki alltaf mjög langt. Eins og áður kom fram læra börnin námsefnið eftir eyranu til að byrja með. Þegar barnið hefur náð góðu valdi á hljóðfærinu og góðu valdi á lestri er hægt að hefja nótnalestur. Oft eru þá nemendurnir komnir langt á veg tæknilega séð og finnst ekkert mál að bæta nótnalestrinum við. Á unglingsárum þróast svo Suzukinámið yfir í hefðbundna kennslu og falla þá nemendur inn í það kerfi. Til gamans má þess geta að þeir nemendur sem stundað hafa Suzukitónlistarnám hafa yfirleitt haldið áfram námi á unglingsárum og er það mikið að þakka þeim félagslega þætti sem byggður er upp í Suzukitónlistarnámi. |
Flýtilyklar
Strengjadeild - Suzuki fiðlukennsla
Leit
Flýtileiðir
- Heimasíður stofnanna
-
-
- Árskóli
- Byggðasafn Skagfirðinga
- Grunnskólinn austan Vatna
- Héraðsbókasafn Skagfirðinga
- Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
- Hús frítímans
- Invest in Skagafjörður
- Leikskólinn Ársalir
- Leikskólinn Birkilundur
- Leikskólinn Tröllaborg
- Matarkistan Skagafjörður
- Menningarhúsið Miðgarður
- Náttúrustofa Norðurlands vestra
- Skagafjarðarhafnir
- Skagafjarðarveitur
- Sveitarfélagið Skagafjörður
- Sögusetur íslenska hestsins
- Tónlistarskóli Skagafjarðar
- Varmahlíðarskóli
-