Tónlistarskólinn byrjar áriđ af fullum krafti

Ţá er skólastarfiđ byrjađ og erum viđ, kennarar skólans, mjög spennt fyrir komandi skólaári. Allir eiga ađ vera byrjađir í einkatímum og tónfrćđigreinar byrja fljótlega. Margt spennandi er á döfinni í vetur og má ţar helst nefna ađ haldiđ verđur upp á fimmtíu ára afmćli skólans í febrúar. Jólatónleikar og vortónleikar verđa ađ sjálfsögđu á sínum stađ ásamt tónfundum og fleiri uppákomum. Strengjanemendur undirbúa ferđ til Akureyrar á strengjamót og Nótan verđur á sínum stađ eftir áramót. Í ţessari viku var foreldravika og voru foreldrar sérstaklega velkomnir og hvattir til ađ koma međ börnunum í tónlistarskólann til ađ kynnast ţví hvernig tónlistarnámiđ fer fram.

Tveir nýir kennarar hafa bćst í kennarahópinn, ţeir Hallvarđur Ásgeirsson gítarkennari og Kristján Reynir Kristjánsson trommukennari og bjóđum viđ ţá hjartanlega velkomna til starfa. Til stendur ađ opna facebook-síđu á vegum skólans og rafrćnt fréttabréf verđur sent út mánađarlega. Ţetta eru liđir í ađ gera skólann sýnilegri í samfélaginu okkar hér í Skagafirđi.

Ţađ er helst í fréttum í byrjun skólaárs ađ Jón Ţorsteinn Reynisson, harmonikkuleikari og fyrrum nemandi tónlistarskólans hélt tónleika á Hofsósi í sumar og rann allur ágóđi tónleikanna til skólans. Viđ ţökkum Jóni kćrlega fyrir stuđninginn og óskum honum velfarnađar í öllu ţví sem hann tekur sér fyrir hendur.

Núverandi nemendur skólans eru strax byrjađir ađ koma fram opinberlega, ţó skólaáriđ sé einungis nýhafiđ. Matthildur Kemp Guđnadóttir fiđlunemandi kom fram fyrir hönd skólans í Verinu föstudaginn 12. september og var sér og skólanum til mikils sóma.  Ţá eru tveir nemendur, ţćr Matthildur og Guđfinna, á leiđ til Akureyrar um helgina til ađ taka ţátt í verkefni Sinfóníuhljómsveitar Norđurlands. Viđ óskum ţeim góđs gengis og til hamingju međ ađ fá ţetta frábćra tćkifćri.

Viđ hlökkum til vetrarins og vonum ađ foreldrar og nemendur séu sama sinnis.

Kveđja,

Kennarar Tónlistarskóla Skagafjarđar.

 


Svćđi

Tónlistarskóli Skagafjarđar  |  Sími: 455 1189  |  netfang: tons@skagafjordur.is