Á ţessu ári eru liđin 50 ár frá ţví ađ formleg tónlistarkennsla hófst í Skagafirđi. Fyrsti fundur áhugamanna um tónlistarlíf á Sauđárkróki var haldinn ţann 5. Apríl 1963. Frumkvćđi ađ fundinum áttu ţeir Jóhann Salberg Guđmundsson, sýslumađur á Sauđárkróki og Björn Jónsson, hreppstjóri. Ákveđiđ var ađ stofna tónlistarfélag og međal ţeirra sem kosnir voru í framkvćmdastjórn voru Eyţór Stefánsson, tónskáld og Jón Björnsson, tónskáld. Helsta markmiđ félagsins var ađ efla tónlistarlíf í Skagafirđi og ađ stofna tónlistarskóla. Tónlistarfélagiđ var síđan formlega stofnađ ţann 4. janúar 1964. Á fundi ţann 20. ágúst 1964 voru málefni tónlistarskólans tekin upp ađ nýju og var ţar samţykkt ađ stofna skyldi tónlistarskóla sem tćki til starfa ţá um áramótin. Tónlistarskóli Skagafjarđar var settur ţann 5. janúar 1965. Í stjórn tónlistarfélagsins sátu, á ţeim tíma, ţeir Stefán Ólafur Stefánsson, Jón Karlsson, Magnús H. Gíslason, Jón Björnsson og Eyţór Stefánsson sem jafnframt var fyrsti skólastjóri tónlistarskólans. Ţetta fyrsta skólaár voru tuttugu nemendur og tveir kennarar starfandi viđ skólann, ţau Eyţór Stefánsson og Eva Snćbjarnardóttir.
Áriđ 1975 urđu nokkur straumhvörf í rekstri skólans ţegar ríki og sveitarstjórn tóku yfir allan launakostnađ. Ţađ verđur ađ teljast líklegt ađ ţessi atburđur hafi haft áhrif á ţá ákvörđun ađ stofna tvo tónlistarskóla fyrir svćđiđ í stađ ţess eina sem fyrir var. Tónlistarskólinn á Sauđárkróki var stofnađur áriđ 1975 en ári seinna var tónlistarskóli stofnađur í Varmahlíđ. Skólarnir voru síđan sameinađir aftur áriđ 1999 í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirđi áriđ 1998.
Tónlistarskólinn heldur hátíđartónleika ţann 12. febrúar nćstkomandi í Miđgarđi klukkan 17:00 til ađ fagna ţessum tímamótum. Ţar munu nemendur skólans taka ţátt í fjölbreyttum tónlistaratriđum og ţeim til halds og trausts verđa kennarar skólans. Viđ vonumst til ađ sem flestir sjái sér fćrt ađ koma til ađ njóta ţess sem tónlistarskólinn hefur upp á ađ bjóđa.