Fréttir

Innritun í fullum gangi.

Vil benda á vefslóðina skagafjordur.felog.is ef einhver vandræði eru með skráningu á Nóra.

Innritun fyrir næsta skólaár 2020-2021 hefst í dag.

Innritun fyrir næsta skólaár hefst í dag 12. ágúst. Sækja skal um skólavist í gegnum Nóra á skagafjordur.is Bent er á það að kynna sér vel innritunarreglur sem eru á heimasíðu sveitarfélagsins áður en sótt er um nám við skólann.

Skólalok 15. maí

Mikið rask varð á almennu skólastarfi undanfarnar vikur vegna þess ástands sem ríkir í samfélaginu vegna Covid -19 og hefur tónlistarskólinn ekki farið varhluta af því. Einhver hluti kennslunnar hefur farið fram með hefðbundnum hætti en mest megnis hefur verið um fjarnám að ræða. Við viljum því nýta tækifærið og þakka nemendum og foreldrum/forráðamönnum mikinn skilning og gott samstarf vegna þessa. Eftir 4. maí var samkomubanni í núverandi mynd aflétt og því ekki lengur gerð krafa um 2. metra fjarlægð á milli nemenda. Það sama gildir hins vegar ekki um fullorðna einstaklinga og af þeim sökum verður ekki hægt að ljúka skólaárinu með hefðbundnum hætti. Það varð því ekkert af vortónleikum né hefðbundnum skólastlitum sem áttu vera 15. maí þetta skólaárið. Tónlistarskólinn mun hins vegar leita á önnur mið og ætla kennarar að útfæra slit skólans með ýmsum hætti með sínum nemendum s.s. upptökum, flutningi í gegnum ýmisskonar fjarfundarbúnað eða hvað sem hentar hverju sinni. Hægt er að skoða myndbönd af nemendum inn á facebook síðu skólans sem voru gerð fyrir stuttu síðan og e.t.v. munu fleiri slík koma í kjölfarið Samkvæmt skóladagatali sem er inn á heimasíðu þá lauk hefðbundinni kennslu 8. maí, þó á eftir að afhenda sumum nemendur árpróf eða umsagnir. Innritun verður auglýst síðar. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður viljum við meina að skólastarfið hafi gengið vel í vetur og þökkum bæði nemendum og ykkur foreldrum/forráðamönnum samstarfið og hlökkum til þess að sjá ykkur á næsta skólaári. Gleðilegt sumar.

Svæði

Tónlistarskóli Skagafjarðar  |  Sími: 455 1189  |  netfang: tons@skagafjordur.is