Fréttir

Tónlistarkennsla og ný starfstöð Tónlistarskóla Skagafjarðar á Sauðárkróki í Árskóla

Tónlistar kennsla hefst í næstu viku 5.-9. september á eftirtöldum stöðum Varmahlíð, Hofsósi, Hólum og Sólgarðaskóla. Starfsstöð Tónlistarskóla Skagafjarðar á Sauðárkróki mun á næstunni flytja úr Borgarflöt 1 og í húsakynni Árskóla. Undanfarin ár hefur kennsla Tónlistarskóla Skagafjarðar verið samþætt í húsakynnum Varmahlíðarskóla og Grunnskólans austan Vatna. Þetta hefur gefið mjög góða raun á þessum stöðum og almenn ánægja er meðal nemenda, foreldra og starfsmanna með þessa skipan, enda er hlutfall nemenda í tónlistarnámi mun hærra þar en á Sauðárkróki. Með þessari samvinnu tónlistarskólans og grunnskólanna hefur tekist að gera öflugt starf tónlistarskólans enn betra enda er litið á starfsemi tónlistarskólans sem afar mikilvægan þátt í skólastarfinu á hverju svæði fyrir sig. Framtíðarsýn margra hefur verið sú að slíkt yrði einnig gert á Sauðárkróki. Nú er sá draumur að rætast. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að breytingum í Árskóla svo koma megi tónlistarkennslunni fyrir þar og er nú verið er að leggja lokahönd á þær framkvæmdir. Vonir eru bundnar við að flutningur starfsemi tónlistarskólans á Sauðárkróki í Árskóla verði lyftistöng fyrir tónlistarnám barna og unglinga á staðnum og ýti undir enn metnaðarfyllra starf skólans. Einnig eru bundnar vonir við að samstarf þetta efli enn frekar gott samstarf starfsfólks skólanna. Í mars s.l. fól fræðslunefnd sviðsstjóra fjölskyldusviðs að gera tillögur um útfærslu og kostnaðargreiningu verksins. Greinargerð og tillögur voru lagðar fyrir fræðslunefnd og byggðarráð í júní og ákvörðun tekin um framkvæmdirnar í kjölfarið. Á næstu dögum verður flutningurinn endanlega dagsettur.

Innritun fyrir skólaárið 2016-2017 er hafin.

Þeir nemendur sem voru skráðir til náms í vor þurfa ekki að skrá sig aftur, nema einhverra breytinga sé þörf. Best er að skrá nemendur til náms á rafrænu formi á heimasíðu skólans eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Við viljum benda á að nokkur pláss laus fyrir nemendur á blásturshljóðfæri s.s. trompet, horn, básúnu, túbu, klarinett, þverflautu, saxafónn. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 453-5790 eða 849-4092 netfang: tons@skagafjordur.is Heimasíða: tonlistarskoli.skagafjordur.is

Lokatónleikar og skólaslit 20. maí kl.16 í Miðgarði

Lokatónleikar og skólaslit skólans verða í Miðgarði Varmahlíð föstudaginn 20. maí kl. 16 Fjölbreytt og skemmtileg tónlistaratriði Veitt verður úr minningarsjóðum Afhending prófskírteina

Svæði

Tónlistarskóli Skagafjarðar  |  Sími: 455 1189  |  netfang: tonlistarskoli@skagafjordur.is